Allir kátir í Wrocław

04.nóv.2015

wroclaw_nov15

Health hópurinn á turni Wrocławski háskólans í Wrocław.

Heldur var nú „Health“ hópurinn orðinn lúinn þegar hann kom til Wroclaw undir morgun síðasta mánudag. Lagt var af stað til Keflavíkur fyrir hádegi á sunnudag og tók það ríflega 18 klukkustundir að ná áfangastað. Á flugvellinum í Berlín var ein ferðataskan tekin í misgripum og var það heilmikið vesen að endurheimta töskuna. Hún var þó komin til eigandans hér í Wroclaw um sólarhring síðar. Sá sem tók töskuna í misgripum mátti keyra um 1000 kílómetra til að koma töskunni til skila og nálgast sinn farangur. Það er nú eins gott að skoða vel hvort að farangurinn sé réttur.
Hér er nóg að gera. Strax á mánudag héldu íslensku krakkarnir kynningarnar sínar og tókst það ljómandi vel. Eftir kynningarnar var farið í Sky tower sem er hæsta bygging í Póllandi og svo síðar í heimsókn í ráðhús borgarinnar. Í gær, þriðjudag lærðu nemendur pólskan þjóðdans, fóru í heimsókn í háskóla (Uniwersytet Wrocławski) og röltu um miðbæinn með leiðsögn þar sem við fræddumst heilmikið svo eitthvað sé nefnt.
Í dag miðvikudag var svo vinnudagur í skólanum þar sem var m.a. skyndihjálparnámskeið, verkefnavinna og körfuboltaleikur. Á morgun er svo dagsferð í Góry Stołowe þjóðgarðinn.
Nánar má lesa um ferðir hópsins á http://health.fas.is/ en við reynum að uppfæra síðuna reglulega.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...